Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Verkefni

Könnun um vinnuskóla

Könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni

Embætti umboðsmanns barna hefur á undanförnum árum fengið fyrirspurnir varðandi ýmsa þætti í starfi vinnuskóla sveitarfélaga. Snúa fyrirspurnirnar m.a. að skyldu sveitarfélaga til að útvega ungmennum í vinnuskólanum hlífðarfatnað, viðmið um tímakaup og skilgreiningu á starfsemi vinnuskólanna sem frístundastarf eða þátttaka á vinnumarkaði. Við eftirgrennslan kom í ljós að engar heildstæðar upplýsingar liggja fyrir um þessa starfsemi og því ákvað umboðsmaður barna að senda öllum sveitarfélögum landsins rafræna könnun um ýmsa þætti er varða skipulagningu og framkvæmd starfs vinnuskóla. Alls voru spurningarnar 26 talsins en í þessari skýrslu eru teknar saman helstu niðurstöður og svör. 

Með bréfi, dags. 28. júní 2018, sendi umboðsmaður barna beiðni til allra sveitarfélaga landsins um þátttöku í rafrænni könnun um vinnuskólann en starfsfólk embættisins sá um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Upprunalegur skilafrestur var til 15. ágúst 2018 en var framlengdur í samræmi við áherslu embættisins á að fá sem besta yfirsýn yfir stöðu mála og í lok september mánaðar höfðu svör borist frá öllum sveitarfélögum. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi sem haldinn var þann 8. nóvember 2018 í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og Hagstofu Íslands þar sem sjónum var beint að atvinnuþátttöku barna.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði. 

Að mati umboðsmanns barna er fullt tilefni til að skerpa frekar á regluverki því sem tekur til starfs vinnuskólanna og samræma skipulagið og starfsemina frekar milli sveitarfélaga. Þó svo að vinnuskólinn sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga er brýnt að öllum ungmennum standi til boða þátttaka, óháð einstaklingsbundnum þáttum, eða mögulegri stuðningsþörf. Þá er er nauðsynlegt að virkt samráð við ungmenni eigi sér stað, um væntingar þeirra til fyrsta starfsins og reynslu þeirra af þátttöku í vinnuskólanum. Einnig er afar brýnt að sveitarfélögin uppfylli lagalegar skyldur sínar um framkvæmd áhættumats, skráningu og tilkynningu slysa og einnig þarf að taka til skoðunar tryggingavernd ungmenna í vinnuskólanum. 

Ljóst er að efla þarf fræðslu til flokksstjóra og annarra ábyrgra aðila fyrir vinnuskólanum á hverjum stað um lög og reglur sem taka til vinnu barna og ungmenna, öryggisráðstafanir og mikilvægi fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og samskipti á vinnustöðum. Það er meðal þeirra tillagna til úrbóta sem svarendur könnunarinnar lögðu til. Ljóst er að staða sveitarfélaganna sem starfrækja vinnuskóla er afar misjöfn ekki síst þegar bornir eru saman þættir á við fjárhagsstöðu og íbúasamsetningu. Því er nauðsynlegt að bæta leiðbeiningar til sveitafélaga um hlutverk, skipulagningu og framkvæmd vinnuskólans og leita þarf frekari leiða til samstarfs og samræmingar á þessu sviði. Embætti umboðsmanns barna hyggst fylgja þessari skýrslu eftir með áframhaldandi samtali við sveitarfélög landsins og aðra þar til bæra aðila um þau tækifæri sem felast í vinnuskólanum til fræðslu og eflingar ungmenna. Þá hyggst embættið jafnframt framkvæma könnun meðal ungmenna sem tekið hafa þátt í starfi vinnuskólanna.

Vinnuskóli fyrir ungmenni - niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga  (pdf).

Vinnuskóli fyrir ungmenni - niðurstöður meðal sveitarfélaga (hlekkur á rafrænt form).

 

Könnun um vinnuskóla sveitarfélaga

Embætti umboðsmanns barna hefur á undanförnum árum fengið fyrirspurnir varðandi ýmsa þætti í starfi vinnuskóla sveitarfélaga. Snúa fyrirspurnirnar m.a. að skyldu sveitarfélaga til að útvega ungmennum í vinnuskólanum hlífðarfatnað, viðmið um tímakaup og skilgreiningu á starfsemi vinnuskólanna sem frístundastarf eða þátttaka á vinnumarkaði. Við eftirgrennslan kom í ljós að engar heildstæðar upplýsingar liggja fyrir um þessa starfsemi og því ákvað umboðsmaður barna að senda öllum sveitarfélögum landsins rafræna könnun um ýmsa þætti er varða skipulagningu og framkvæmd starfs vinnuskóla. Alls voru spurningarnar 26 talsins en í þessari skýrslu eru teknar saman helstu niðurstöður og svör.

Með bréfi, dags. 28. júní 2018, sendi umboðsmaður barna beiðni til allra sveitarfélaga landsins um þátttöku í rafrænni könnun um vinnuskólann en starfsfólk embættisins sá um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Upprunalegur skilafrestur var til 15. ágúst 2018 en var framlengdur í samræmi við áherslu embættisins á að fá sem besta yfirsýn yfir stöðu mála og í lok september mánaðar höfðu svör borist frá öllum sveitarfélögum. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi sem haldinn var þann 8. nóvember 2018 í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og Hagstofu Íslands þar sem sjónum var beint að atvinnuþátttöku barna.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.

Að mati umboðsmanns barna er fullt tilefni til að skerpa frekar á regluverki því sem tekur til starfs vinnuskólanna og samræma skipulagið og starfsemina frekar milli sveitarfélaga. Þó svo að vinnuskólinn sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga er brýnt að öllum ungmennum standi til boða þátttaka, óháð einstaklingsbundnum þáttum, eða mögulegri stuðningsþörf. Þá er er nauðsynlegt að virkt samráð við ungmenni eigi sér stað, um væntingar þeirra til fyrsta starfsins og reynslu þeirra af þátttöku í vinnuskólanum. Einnig er afar brýnt að sveitarfélögin uppfylli lagalegar skyldur sínar um framkvæmd áhættumats, skráningu og tilkynningu slysa og einnig þarf að taka til skoðunar tryggingavernd ungmenna í vinnuskólanum.

Ljóst er að efla þarf fræðslu til flokksstjóra og annarra ábyrgra aðila fyrir vinnuskólanum á hverjum stað um lög og reglur sem taka til vinnu barna og ungmenna, öryggisráðstafanir og mikilvægi fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og samskipti á vinnustöðum. Það er meðal þeirra tillagna til úrbóta sem svarendur könnunarinnar lögðu til. Ljóst er að staða sveitarfélaganna sem starfrækja vinnuskóla er afar misjöfn ekki síst þegar bornir eru saman þættir á við fjárhagsstöðu og íbúasamsetningu. Því er nauðsynlegt að bæta leiðbeiningar til sveitafélaga um hlutverk, skipulagningu og framkvæmd vinnuskólans og leita þarf frekari leiða til samstarfs og samræmingar á þessu sviði. Embætti umboðsmanns barna hyggst fylgja þessari skýrslu eftir með áframhaldandi samtali við sveitarfélög landsins og aðra þar til bæra aðila um þau tækifæri sem felast í vinnuskólanum til fræðslu og eflingar ungmenna. Þá hyggst embættið jafnframt framkvæma könnun meðal ungmenna sem tekið hafa þátt í starfi vinnuskólanna.

Skýrslan í heild sinni (pdf) 

Skýrslan á rafrænu formi (issuu)