Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans munu umboðsmaður barna, Unicef á Íslandi og Barnaheill - Save the children á Íslandi birta umfjallanir á ákveðnum greinum Barnasáttmalans, eina í hverjum mánuði. Tilgangurinn er að vekja athygli á sáttmálanum og stuðla að því að ítarefni um einstakar greinar Barnasáttmálans séu aðgengilegri.
Fyrsta greinin birtist 17. janúar og fjallar um meginregluna um það sem er barninu fyrir bestu. Hér á eftir verða greinarnar birtar eftir því sem við bætist.
Janúar: Um það sem er barninu fyrir bestu