Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Um embættið

Hver er umboðsmaður barna?

Umboðsmaður barna er Salvör Nordal. Hún var skipuð í embættið frá 1. júlí 2017 til næstu fimm ára. 

Mynd af Salvöri Nordal

Fyrri störf

Salvör Nordal hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki við sama skóla. Salvör er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, M.Phil í samfélagslegu réttæti frá Stirling háskóla í Skotlandi og doktorspróf í heimspeki frá Calgary háskóla í Kanada.

Fyrri umboðsmenn barna

Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðingur, gegndi embætti umboðsmanns barna frá 1. júlí 2007 til 30. júní 2017. Ingibjörg Rafnar, lögfræðingur, gegndi embætti umboðsmanns barna frá 1. janúar 2005 til 1. júlí 2007. Þórhildur Líndal, lögfræðingur, gegndi starfi umboðsmanns barna frá 1. janúar 1995 til 31. desember 2004.