Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Um embættið

Hver er umboðsmaður barna?

Umboðsmaður barna er Margrét María Sigurðardóttir. Hún var skipuð í embættið frá 1. júlí 2007 til næstu fimm ára og endurskipuð sumarið 2012 til 30. júní 2017.

Mynd af Margreti MariuSigurdardottur

Fyrri störf

Margrét María var framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá árinu 2003 til 2007. Áður starfaði hún sem lögfræðingur, en hún lauk embættisprófi í lögfræði við HÍ árið 1990 og rak eigin lögmannsstofu um árabil. Hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Ísafirði, Húsavík og Blönduósi, auk þess sem hún hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum á sviði jafnréttis- og fjölskyldumála.

Fyrri umboðsmenn barna

Ingibjörg Rafnar, lögfræðingur, gegndi embætti umboðsmanns barna frá 1. janúar 2005 til 1. júlí 2007. Þórhildur Líndal, lögfræðingur, gegndi starfi umboðsmanns barna frá 1. janúar 1995 til 31. desember 2004.