Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Spurt er ...

Má senda markpóst til barna?

Mega bankar og önnur fyrirtæki senda börnum markpóst?

Svar umboðsmanns barna:

Engar opinberar reglur eru til sem segja að fyrirtæki megi ekki senda auglýsinga- eða markpóst til barna. Hins vegar hafa umboðsmaður barna og talsmaður neytenda gefið út leiðbeinandi reglur um neytendavernd barna, sem eru hugsaðar sem viðbót og nánari útfærsla á gildandi reglum. Í reglunum segir um markpóst:

7. Markpóstur
Markaðssetning á vöru eða þjónustu gagnvart börnum undir framhaldsskólaaldri – einnig í fyrirliggjandi viðskiptasambandi – skal ávallt fara í gegnum þann sem fer með forsjá barns. Óumbeðinn markpóstur frá fyrirtækjum á ekki að beinast að börnum undir framhaldsskólaaldri jafnvel þó að fyrir liggi viðskiptasamband milli fyrirtækis og barns.

Hér er fjallað um markaðssetningu og neytendavernd barna.