Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Spurt er ...

Flutningur til forsjárlauss foreldris

Má barn ráða hvort það flytur til forsjárlauss foreldris?

Svar umboðsmanns barna:

Samkvæmt barnalögum nr. 76/2003 er það ábyrgð foreldra að ákveða hver fer með forsjá barns og hvar barn á lögheimili. Ef foreldrar geta ekki komið sér saman þurfa þeir að leita til dómstóla til að fá úr því skorið.

Börn eiga þó rétt á að koma sjónarmiðum sínum  á framfæri og hafa áhrif á það hvar þau búa. Í barnalögum er ekki einungis kveðið á um rétt barna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þegar foreldrar deila, heldur ber foreldrum sem fyrr segir ávallt að leitast við að hafa samráð við barn sitt um öll mál sem það varðar og taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska, sbr. 1. og 28. gr. barnalaga.

Áður en foreldrar komast að samkomulagi um forsjá eða búsetu ber þeim því að taka tillit til vilja barnsins. Ljóst er að sjónarmið barna eiga að hafa stigvaxandi áhrif og er því eðlilegt að stálpuð börn ráði mestu um það hjá hvoru foreldrinu þau eiga lögheimili. Mikilvægt er að hafa í huga að um er að ræða rétt barns en ekki skyldu. Þannig ætti aldrei að þvinga barn til þess að taka afstöðu eða velja á milli foreldra.

 Nánari upplýsingar um forsjá, lögheimili og önnur fjölskyldumál er að finna hér