Fréttir: febrúar 2018

Fyrirsagnalisti

28. febrúar 2018 : Fundur með dómstólasýslunni

Umboðsmaður barna fór á fund stjórnar dómstólasýslunnar þar sem rædd voru hagsmunamál barna við birtingu dóma.

26. febrúar 2018 : Frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 2. mars 2018.

26. febrúar 2018 : Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs), 98. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs), 98. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 26. febrúar 2018.

26. febrúar 2018 : Frumvarp til laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna), 105. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna), 105. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 26. febrúar 2018.

23. febrúar 2018 : Umboðsmaður barna heimsækir lögreglustjóra

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, ásamt lögfræðingum embættisins, heimsótti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum var farið yfir ýmis mál sem varðar hag barna.

21. febrúar 2018 : Tillaga um að nýtt markmið í 19. kafla fjármálaáætunar um fjölmiðla

Umboðsmaður barna og fjölmiðlanefnd hafa sent eftirfarandi bréf til menntamálaráðherra þar sem lagt er til að sett verði inn í 19. kafla fjármálaáætlunar um fjölmiðla, sérstakt markmið sem taki til verndar barna í fjölmiðlum.

21. febrúar 2018 : Stefna í málefnum ungmenna - bréf til menntamálaráðuneytisins

Eftirfarandi bréf var sent til menntamálaráðherra varðandi æskulýðsstefna.

20. febrúar 2018 : Vegna umræðu um umskurð á drengjum

Mikil umræða hefur átt sér stað í samfélaginu um umskurð drengja. Umboðsmaður barna vill því vekja athygli á sameiginlegri yfirlýsingu umboðsmanna barna á Norðurlöndunum og barnalæknum.

14. febrúar 2018 : Sjúk ást - morgunverðarfundur

Auglýsing fyrir morgunverðarfund Náum áttum hópsins. Fundurinn verður á Grand hótel miðvikudaginn 21. febrúar 2018.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica