Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Einmanaleiki - morgunverðarfundur Náum áttum

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum verður miðvikudaginn 8. mars næstkomandi. Að þessu sinni er umræðuefnið "Einmanaleiki og sjálfskaðandi hegðun ungs fólks". 

 

náum áttum auglýsing - hálf

 

Á fundinum verða með erindi þau:

Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík með erindið "Andleg líðan ungmenna á framhaldsskólaaldri - staða og þróun yfir tíma.

Bóas Valdórsson, sálfræðingur með erindið "Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum".

Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis með erindið "Hvernig líður ungum Íslendingum? - staðan eftir 18 ára aldur".

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en með morgunverði kostar þátttakan 2.400 kr. Fundarstjóri verður Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.  Náum áttum er samstarfsverkefni samtaka og stofnana í forvörnum. 

Skráning á fundinn hér. 

 

Náum áttum auglýsing í mars