Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Barnaþing Grafarvogs og Kjalarness

Föstudaginn 2. desember komu saman yfir 200 börn úr 6. bekkjum grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi til þess að ræða málefni sem snertir þau öll, hvernig tæknin hefur áhrif á líf þeirra.

Barnaþingið er samvinnuverkefni sem Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, SAFT og grunnskólar Grafarvogs og Kjalarness standa fyrir með það að markmiði að auka samfélagsvitund nemenda á miðstigi og stuðla að skoðanaskiptum milli jafningja um málefni sem þau varðar.

Á þinginu fengu börnin hugvekju frá SAFT þar sem rætt var um eðli samskipta á netinu en auk hugvekjunnar unnu börnin í umræðuhópum verkefni sem snúa að þeirra upplifun af tækninni sem þau nota í dag, þá tækni sem þau telja úrelta og þá tækni sem þau telja að verði nauðsynleg í framtíðinni.

Að hópavinnunni lokinni gafst börnunum tækifæri á að koma sér saman um ályktanir út frá þeim viðfangsefnum sem rædd voru og hér að neðan má sjá nokkrar af ályktunum nemendanna:

 

  • Tæknin má aldrei fara illa með manneskjuna
  • Síminn er mikilvægasta tækið
  • Tölum fallega á netinu
  • Skólinn þarf meiri pening
  • Internetið er ekki mannréttindi en það getur verið mjög gagnlegt samt
  • Það á að nota internetið á jákvæðan hátt en ekki neikvæðan

 

 

Barnathing