Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ákvörðun Fjölmiðlanefndar um áfengisauglýsingu

Nýlega birti Fjölmiðlanefnd ákvörðun um að auglýsing á Egils Gulli, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 14. október sl. teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og hafi Ríkisútvarpið þar með brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla.  

Fjölmiðlanefnd barst kvörtun frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum í október sl. vegna meintra áfengisauglýsinga á RÚV. Í kvörtuninni var vísað til auglýsinga frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni á Egils Gulli.

Ákvörðun fjölmiðlanefndar hefur verið birt hér á vef Fjölmiðlanefndar

Umboðsmaður barna fagnar því að niðurstaða liggi fyrir og vonar að Ríkissjónvarpið og aðrir fjölmiðlar hætti að auglýsa áfengi undir formerkjum léttöls.