Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Er geðheilbrigði forréttindi? - Morgunverðarfundur Náum áttum

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 8:15 - 10:00.

Að þessu sinni er umfjöllunarefnið "Er geðheilbrigði forréttindi?" þar sem fjallað verður um áhrif umönnunar fyrsta 1001 dag í lífi hvers barns á lífsgæði og  geðheilsu ævina á enda. Frummælendur eru þau Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi og dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor við Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu. 

Skráning er á heimasíðu Náum áttum.

 

N8 270116 Geðheilbrigði