Fréttir: nóvember 2012

Fyrirsagnalisti

20. nóvember 2012 : Reglur um börn í sundi

Nýlega var reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010 breytt. Fjallað var um helstu breytingarnar í frétt dags. 4. október 2012. Umboðsmaður barna mælir með því að foreldrar og þeir sem starfa með börnum kynni sér þær reglur sem gilda um sundstaði (þ.m.t. skólasund).

15. nóvember 2012 : Tillaga til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun, 80. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun, 80. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 15. nóvember 2012.

15. nóvember 2012 : Tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 152. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 152. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi dags. 15. nóvember 2012.

8. nóvember 2012 : Á degi gegn einelti

Í tilefni dagsins vill umboðsmaður barna vekja athygli á mikilvægi vináttunnar og benda á myndefni um einelti og vináttu á netinu

7. nóvember 2012 : Baráttudagur gegn einelti á morgun 8. nóvember 2012

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að halda hátíðlegan Dag gegn einelti 8. nóvember 2012 með því að bjóða upp á hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu milli kl. 13 og 15.

7. nóvember 2012 : Foreldradagurinn 2012 - Samskipti í samhengi

Heimili og skóli – Landssamtök foreldra munu þann 15. nóvember nk. standa fyrir Foreldradeginum í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.

1. nóvember 2012 : Tvær málstofur um barnavernd í nóvember

Í nóvember verða tvær málstofur um barnavernd í fundarsal Barnaverndarstofu sú fyrri verður 12. nóvember þar sem fjallað verður um rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra og sú síðari verður 26. nóvember þar sem fjallað verður um hvernig PMT aðferðafræðin nýtist í barnaverndarstarfi.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica