Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna á rödd, heyrn og líðan - glærukynning

Föstudaginn 13. og laugardaginn 14. október sl. var haldin ráðstefnan Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna á rödd, heyrn og líðan. Á vefnum www.rodd.is eru upplýsingar um ráðstefnuna.

Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna var ein þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni.

Hér er hægt að skoða glærukynningu Margrétar „Mér langar bara að það verði meira hljóð því mér finnst erfitt að einbeita mér." Í kynningunni er sagt frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og helstu ákvæðum laga og reglugerða er varða hljóðvist í leik- og grunnskólum. Farið verður stuttlega yfir helstu álitamálin sem komið hafa að borði umboðsmanns barna varðandi börn og hávaða. Skiptir það máli að skólinn sé skilgreindur sem vinnustaðar barna? Njóta þau sömu verndar og aðrir launþegar þegar kemur að vernd gegn hávaða? Hvert er hlutverk annars vegar heilbrigðiseftirlits og hins vegnar Vinnueftirlits í þessum efnum? Hvað segja börn um hljóðvist í skólanum? Sagt verður frá fyrirspurn umboðsmanns til heilbrigðiseftirlita landsins vegna hávaðamælinga á árunum 2010-2011, öðrum afskiptum umboðsmanns vegna hljóðvistar í skólum og tillögum hans til að börn njóti þeirrar verndar sem þau eiga rétt á.