Fréttir: apríl 2012

Fyrirsagnalisti

27. apríl 2012 : Fagráð eineltismála grunnskóla hefur starfsemi

Miklar væntingar eru bundnar við starfsemi fagráðs í eineltismálum í grunnskólum sem muni nýtast til að finna úrlausn á erfiðum eineltismálum í grunnskólum sem ekki hefur tekist að leysa í nærsamfélaginu.

20. apríl 2012 : Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis - Málstofa um barnavernd

Barnaverndarstofa, Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (HÍ) og faghópur félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir málstofu um barnavernd mánudaginn 23. apríl kl. 12:15 - 13:15. Yfirskriftin er Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis - staðan eftir sex mánaða reynslutíma.

13. apríl 2012 : Þýðingar á skýrslum íslenska ríkisins til og frá Barnaréttarnefndinni

Umboðsmaður barna telur mikilvægt að lokaathugasemdir nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnaréttarnefndarinnar, verði aðgengilegar í lokaútgáfu en ekki sem drög að þýðingu. Þá hefur skýrsla íslenska ríkisins aðeins verið birt á ensku. Nauðsynlegt er að bæði fullorðnir og börn fái vitneskju um skýrslurnar, geti nálgast þær auðveldlega og kynnt sér þær á móðurmáli sínu.

12. apríl 2012 : Sálfræðiþjónusta fyrir börn á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu

Börn hafa ekki jöfn tækifæri á að sækja sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og það fjármagn sem átti að tryggja börnum þessa þjónusta virðist ekki hafa verið notað til að jafna stöðu barna að þessu leyti. Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf til að vekja athygli á þessu.

10. apríl 2012 : Drög að reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum

Í tölvupósti frá mennta- og menningarmálaráðuneytingu, dags. 16. mars 2012, gafst umboðsmanni barna kostur á að koma með athugasemdir við drög að reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum. Athugasemdir sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 10. apríl 2012.

10. apríl 2012 : Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði var haldin á Hvolsvelli dagana 29. til 31. mars 2012.

10. apríl 2012 : Um hámarksfjölda barna í bekk og hádegishlé barna í grunnskólum

Hinn 21. febrúar sl. sendi umboðsmaður barna tölvupóst til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hann bar upp tvær spurningar um réttindi nemenda í grunnskólum.

10. apríl 2012 : Málstofa um einelti

Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum (BÆR) og Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti standa að málstofu um einelti hinn 12. apríl 2012 kl. 14 -16:30 í stofu H 207 í húsnæði MVS við Stakkahlíð.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica