Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Umboðsmaður barna á Suðurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins hafa í gær og í dag farið um Suðurland og heimsótt grunnskóla. Í heimsóknum sínum kynna þau embætti umboðsmanns barna og fjalla um réttindi barna skv. Barnasáttmálanum og íslenskum lögum. Til að fá nemendur til að átta sig á hvernig sum réttindi vegast á við önnur á meðan önnur réttindi eru afdráttarlaus nota þau oft leiki. Þannig er líka gagnlegt fyrir nemendur að gera sér grein fyrir á muninum á réttindum og forréttindum. Að sjálfsögðu finnst umboðsmanni einnig mikilvægt að fá tækifæri til að ræða við börnin og heyra hvað þeim liggur á hjarta.

Í þessari ferð eru eftirfarandi skólar heimsóttir: Hveragerðisskóli, Flóaskóli, Grunnskólinn á Hellu, Grunnskólinn í Vík í Mýrdal, Grunnskólinn á Kirkjubæjarklaustri, Sunnulækjarskóli og Grunnskóli Bláskógabyggðar í Reykholti og á Laugarvatni.