Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Eineltisáætlun - hvað svo?

Samstarfshópurinn Náum áttum heldur sinn fyrsta morgunverðarfund á þessu misseri miðvikudaginn 15. september á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:15–10:00. Efni fundarins er Eineltisáætlun - hvað svo?

Framsöguerindi:

  1. Þurfum við að tengja eineltisáætlanir betur við veruleikann?
    Guðjón Ólafsson, fræðslustjóri
  2. Hvað þarf svo að eineltisáætlun gangi upp? 
    Þorlákur H. Helgason, verkefnastjóri OLWEUSAR verkefnisins á Íslandi.

Fundarstjóri verður Helga Margrét Guðmundsdóttir.

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Í lok fundar verða opnar umræður.

Skráning fer fram á vef Lýðheilsustöðvar. Þátttökugjald er kr. 1500 sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er innifalinn í gjaldinu.