Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Aðfarargerðir á börnum

Umboðsmaður barna hefur sent dómsmála og mannréttindaráðherra bréf, dags. 15. mars 2010, þar sem umboðsmaður hvetur ráðherra til þess að hlutast til um að gerðar verði verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða og þær unnar í samstarfi við þá aðila sem koma að slíkum gerðum.

Sjá nánar

Handbók um mataræði í framhaldsskólum

Handbók um mataræði í framhaldsskólum er komin út á vegum Lýðheilsustöðvar. Handbókin er gefin út í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og er ætluð sem stuðningur við skólann í vinnu sinni við að stuðla að hollu mataræði nemenda og starfsfólks.

Sjá nánar

Kynning á embættinu

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla landsins, sveitarfélaga (þ.e. ungmennaráða og þeirra sem starfa með börnum og unglingum) og ýmissa samtaka sem vinna með börnum. Í skeytinu er m.a. boðið upp á kynningu fyrir hópa.

Sjá nánar

Dagur án eineltis

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur lýst daginn í dag, 17. mars, sem dag án eineltis. Deginum er ætlað að vekja athygli á þessu alvarlega vandamáli og minna á að allir dagar ættu að sjálfsögðu að vera án eineltis. Í tilefni dagsins verður haldið málþing í Ráðhúsinu og hefst það kl. 14:30.

Sjá nánar

Stóra upplestrarkeppnin í Rimaskóla

Umboðsmaður barna hefur í nokkurn tíma átt mjög gott samstarf við Rimaskóla. Á dögunum var óskað eftir því að umboðsmaður, Margrét María, yrði viðstödd Stóru upplestrarkeppnina þar og tæki sæti í dómnefnd. Umboðsmaður þáði þetta boð með þökkum og átti góða stund með nemendum 7. bekkja skólans.

Sjá nánar

Um skólareglur

Vegna umfjöllunar um skólareglur í fjölmiðlum vill umboðsmaður barna koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Sjá nánar