Fréttir: mars 2010

Fyrirsagnalisti

24. mars 2010 : Byggingar sem ætlaðar eru börnum og ungmennum

Umboðsmaður hefur sent formanni nefndar um endurskoðun á byggingarreglugerð bréf þar sem nokkrum athugasemdum er komið á framfæri, m.a. varðandi hljóðvist, skólalóðir, aðgengis- og öryggismál.

23. mars 2010 : frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (réttur einstæðra mæðra), 163. mál.

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (réttur einstæðra mæðra), 163. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. mars 2010.

22. mars 2010 : Handbók um mataræði í framhaldsskólum

Handbók um mataræði í framhaldsskólum er komin út á vegum Lýðheilsustöðvar. Handbókin er gefin út í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og er ætluð sem stuðningur við skólann í vinnu sinni við að stuðla að hollu mataræði nemenda og starfsfólks.

22. mars 2010 : Aðfarargerðir á börnum

Umboðsmaður barna hefur sent dómsmála og mannréttindaráðherra bréf, dags. 15. mars 2010, þar sem umboðsmaður hvetur ráðherra til þess að hlutast til um að gerðar verði verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða og þær unnar í samstarfi við þá aðila sem koma að slíkum gerðum.

18. mars 2010 : Kynning á embættinu

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla landsins, sveitarfélaga (þ.e. ungmennaráða og þeirra sem starfa með börnum og unglingum) og ýmissa samtaka sem vinna með börnum. Í skeytinu er m.a. boðið upp á kynningu fyrir hópa.

17. mars 2010 : Dagur án eineltis

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur lýst daginn í dag, 17. mars, sem dag án eineltis. Deginum er ætlað að vekja athygli á þessu alvarlega vandamáli og minna á að allir dagar ættu að sjálfsögðu að vera án eineltis. Í tilefni dagsins verður haldið málþing í Ráðhúsinu og hefst það kl. 14:30.

15. mars 2010 : Ráðgjafarhópur gagnrýnir nýjar innritunarreglur í framhaldsskóla

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem hann gagnrýnir það að ungmenni hafi ekki verið höfð með í ráðum áður en áfangaskýrsla starfshóps um innritun í framhaldsskóla var gefin út.

12. mars 2010 : Tillaga til þingsályktunar um réttarbætur fyrir transfólk, 168. mál.

 Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmann barna um tillögu til þingsályktunar um réttarbætur fyrir transfólk, 168. mál.. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 12. mars 2010. 
 

12. mars 2010 : Morgunverðarfundur: Börn og vímuefni - viðbrögð kerfisins

Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir morgunverðarfundi um viðbrögð kerfisins við vímuefnaneyslu barna miðvikudaginn 17. mars 2010 kl. 8:15 til 10:00 á Grand hótel
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica