Fréttir: október 2009

Fyrirsagnalisti

30. október 2009 : Erindi starfsmanna umboðsmanns barna á málþingum í dag

Í dag, föstudaginn 30. október, munu tveir starfsmenn embættisins umboðsmanns barna halda erindi á málþingum.

28. október 2009 : Átak gegn einelti

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki Heimilis og skóla en samtökin ætla að standa fyrir átaki gegn einelti skólaárið 2009 til 2010.

26. október 2009 : Opið málþing: Barnvænt samfélag

Samtök atvinnulífsins, Félag leikskólakennara og Heimili og skóli efna til opins málþings um barnvænt samfélag þriðjudaginn 10. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Málþingið fer fram í Gullteig og stendur frá kl. 8-11. Markmið með málþinginu er að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjónarhornum.

23. október 2009 : Ungt fólk 2009

Samkvæmt rannsókninni Ungt fólk 2009 sem gerð er á vegum menntamálaráðuneytisins líður íslenskum börnum betur í dag en í góðærinu fyrir þremur árum. Skýrslan byggist á umfangsmiklum spurningalistum sem lagðir voru fyrir grunnskólanemendur í febrúar 2009. Svörunin er yfir 85 prósent.

20. október 2009 : Föruneyti barnsins - velferð og veruleiki

Árlegt málþing Menntavísindasviðs verður haldið í 13. sinn dagana 29.-30. október. Að þessu sinni er yfirskrift málþingsins "Föruneyti barnsins - velferð og veruleiki.

16. október 2009 : Sáttaumleitan hjá sýslumannsembættum

 Í lok sumars bárust umboðsmanni barna ábendingar um það að sáttaumleitan fyrir aðila forsjár, umgengnis- og dagsektarmála væri ekki í boði hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

15. október 2009 : Morgunverðarfundur: Kannabis - umfang og afleiðingar

„Náum áttum" í samstarfi við „VIKU 43 - vímuvarnaviku 2009" stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 20. október nk. kl. 8:15-10:00 á Grand hótel Reykjavík. Umfjöllunarefnið er að þessu sinni: „Kannabis - umfang og afleiðingar".

14. október 2009 : Viltu lesa fyrir mig?

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á bæklingi íslenska lestrarfélagsins um mikilvægi þess að foreldrar og þeir sem annast börn lesi fyrir þau.

13. október 2009 : Evrópa unga fólksins (EUF) veitir styrki til fjölbreyttra verkefna

Tilkynning um umsóknarfrest hjá Evrópu unga fólksins - Youth in Action - Ungmennaáætlun Evrópusambandsins 2007 - 2013.

Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica