Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Átak gegn einelti

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki Heimilis og skóla en samtökin ætla að standa fyrir átaki gegn einelti skólaárið 2009 til 2010.

Sjá nánar

Opið málþing: Barnvænt samfélag

Samtök atvinnulífsins, Félag leikskólakennara og Heimili og skóli efna til opins málþings um barnvænt samfélag þriðjudaginn 10. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Málþingið fer fram í Gullteig og stendur frá kl. 8-11. Markmið með málþinginu er að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjónarhornum.

Sjá nánar

Ungt fólk 2009

Samkvæmt rannsókninni Ungt fólk 2009 sem gerð er á vegum menntamálaráðuneytisins líður íslenskum börnum betur í dag en í góðærinu fyrir þremur árum. Skýrslan byggist á umfangsmiklum spurningalistum sem lagðir voru fyrir grunnskólanemendur í febrúar 2009. Svörunin er yfir 85 prósent.

Sjá nánar

Sáttaumleitan hjá sýslumannsembættum

 Í lok sumars bárust umboðsmanni barna ábendingar um það að sáttaumleitan fyrir aðila forsjár, umgengnis- og dagsektarmála væri ekki í boði hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

Sjá nánar

Morgunverðarfundur: Kannabis - umfang og afleiðingar

„Náum áttum" í samstarfi við „VIKU 43 - vímuvarnaviku 2009" stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 20. október nk. kl. 8:15-10:00 á Grand hótel Reykjavík. Umfjöllunarefnið er að þessu sinni: „Kannabis - umfang og afleiðingar".

Sjá nánar

Viltu lesa fyrir mig?

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á bæklingi íslenska lestrarfélagsins um mikilvægi þess að foreldrar og þeir sem annast börn lesi fyrir þau.

Sjá nánar

Hljóðvist í leik- og grunnskólum - erindi

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum var haldin 25. september sl. Með hljóðvist er átt við ómtíma og hljóðstig í umhverfi, t.d. í kennslustofu. Hljóðvist skiptir máli fyrir hlustunarskilyrði og upplifun fólks á hljóðum í umhverfinu. Hávaði í umhverfi barna hefur áhrif á heilsu þeirra, líðan og einbeitingu.

Sjá nánar