Fréttir: apríl 2009

Fyrirsagnalisti

30. apríl 2009 : SAFT UNGMENNARÁÐ

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.

Ungmennaráðið samanstendur að krökkum á aldrinum 12 - 18 ára sem koma alls staðar að af landinu.

29. apríl 2009 : Ókeypis námskeið fyrir foreldra

Rauðakrosshúsið býður upp á ókeypis námskeið fyrir foreldra dagana 30. apríl, 7.  og 14. maí næstkomandi. Námskeiðið ber yfirskriftina „Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar“ . Meðal efnis  á námskeiðinu eru þættir eins og gildi markmiðssetningar í uppeldi og hvernig fordæmi foreldra og annarra getur ýmist kennt börnum æskilega og eða óæskilega hluti.

29. apríl 2009 : Dagur barnsins 24. maí

Í tilefni að degi barnsins, sem að þessu sinni ber upp á 24. maí nk., mun umboðsmaður barna standa fyrir sýningu á verkum barna sem tekið hafa þátt í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

29. apríl 2009 : Nýjar tillögur um stöðu barna í ólíkum fjölskyldugerðum

Nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðherra um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Nefndin leggur m.a. til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbót atvinnuleysisbóta vegna barna.

20. apríl 2009 : Breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002

Alþingi hefur nýlega samþykkt breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og er nú kveðið berum orðum á um að óheimilt sé að beita börn líkamlegum eða andlegum refsingum. Lögunum er ætlað að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 22. janúar 2009 í máli nr. 506/2008, þar sem því var slegið föstu að það gæti verið réttlætanlegt að flengja börn.

17. apríl 2009 : Skaðabótaábyrgð barna - Efni

Málstofa um skaðabótaábyrgð barna var haldin í morgun en um var að ræða samstarfsverkefni umboðsmanns barna og lagadeildar Háskóla Íslands.

16. apríl 2009 : Sjálfboðaliðastarf og gildi þess fyrir forvarnastarf

Miðvikudaginn 22. apríl verður haldinn morgunverðarfundur á Grand-hótel kl. 08:15 - 10:00. Að þessu sinni er yfirskrift fundarins „Sjálfboðaliðastarf og gildi þess fyrir forvarnastarf.“

14. apríl 2009 : Skaðabótaábyrgð barna

Málstofa um Skaðabótaábyrgð barna verður haldinn 17. apríl nk. kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101.

Skaðabótaábyrgð barna hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu misseri. Af því tilefni hafa lagadeild Háskóla Íslands og umboðsmaður barna ákveðið að efna til málstofu um efnið.

3. apríl 2009 : Leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna þar sem leitast er við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica