Fréttir: febrúar 2009

Fyrirsagnalisti

27. febrúar 2009 : Heimsdagur barna í fjölmiðlum

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þes að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna að Rás 1 verður með fjölbreytta dagskrá 1. mars sem hefst kl. 08.05 á Ársól, ljóð og bernska og í framhaldinu eru ýmsir fleiri þættir þar sem raddir barna koma fram.

25. febrúar 2009 : Á öskudaginn.

Í dag, á öskudaginn, hafa börn í mismunandi búningi komið í heimsókn á skrifstofu umboðsmanns barna. Börnin hafa sungið og fengið verðlaun fyrir. Á Laugaveginum, þar sem skrifstofa umboðsmanns barna er til húsa, hefur mátt sjá nornir, sjóræningja, prinsessur, Línu Langsokk og fleiri og fleiri sögufrægar persónur hlaupa á milli búða til að fá að syngja og þiggja smá góðgæti.

23. febrúar 2009 : Ráðstefnan: Mótun stefnu um nám alla ævi.

Ráðstefnan Mótun stefnu um nám alla ævi verður haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 9-17. Er hún liður í þátttöku menntamálaráðuneytis í verkefnum á vegum Evrópusambandsins um umbætur í menntakerfum Evrópu til ársins 2010.

23. febrúar 2009 : Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn

Mentor, nemendafélag félagsráðgjafanema við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands heldur sitt árlega málþing sem nú ber yfirskriftina ÁHRIF EFNAHAGSÞRENGINGA Á FJÖLSKYLDUR MEÐ BÖRN.    Málþingið verður haldið á Háskólatorgi, stofu 105, miðvikudaginn  25. febrúar kl. 13.30 - 15.30 og er öllum opið.

 

16. febrúar 2009 : Átaksvika 1717 gegn einelti

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.

13. febrúar 2009 : Innritun nemenda í framhaldsskóla - ný reglugerð

Menntamálaráðherra hefur sett reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla nr. 1150/2008. Reglugerðin tekur til innritunar í framhaldsskóla, fyrirkomulag hennar og málsmeðferð.

13. febrúar 2009 : Velferð barna ábyrgð og hlutverk ríkisins

Miðvikudaginn 18. febrúar nk. verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel kl. 8.15 - 10.00. Fundurinn ber yfirskriftina Velferð barna ábyrgð ríkisins.

12. febrúar 2009 : Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi

RannUng og Háskólaútgáfan hafa gefið út bókina Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi. Ritstjórar eru Jóhanna Einarsdóttir prófessor og Bryndís Garðarsdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

12. febrúar 2009 : Reglugerð um skólaráð við grunnskóla

Menntamálaráðherra hefur nýlega gefið út nýja reglugerð um skólaráð við grunnskóla, nr. 1157/2008. Reglugerðin er sett á grundvelli 3. mgr. 8. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 og er fjallað meðal annars um hlutverk og skipan skólaráðs sem og verkefni ráðsins.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica