Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Heimsdagur barna í fjölmiðlum

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þes að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna að Rás 1 verður með fjölbreytta dagskrá 1. mars sem hefst kl. 08.05 á Ársól, ljóð og bernska og í framhaldinu eru ýmsir fleiri þættir þar sem raddir barna koma fram.

Sjá nánar

Á öskudaginn.

Í dag, á öskudaginn, hafa börn í mismunandi búningi komið í heimsókn á skrifstofu umboðsmanns barna. Börnin hafa sungið og fengið verðlaun fyrir. Á Laugaveginum, þar sem skrifstofa umboðsmanns barna er til húsa, hefur mátt sjá nornir, sjóræningja, prinsessur, Línu Langsokk og fleiri og fleiri sögufrægar persónur hlaupa á milli búða til að fá að syngja og þiggja smá góðgæti.

Sjá nánar

Ráðstefnan: Mótun stefnu um nám alla ævi.

Ráðstefnan Mótun stefnu um nám alla ævi verður haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 9-17. Er hún liður í þátttöku menntamálaráðuneytis í verkefnum á vegum Evrópusambandsins um umbætur í menntakerfum Evrópu til ársins 2010.

Sjá nánar

Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn

Mentor, nemendafélag félagsráðgjafanema við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands heldur sitt árlega málþing sem nú ber yfirskriftina ÁHRIF EFNAHAGSÞRENGINGA Á FJÖLSKYLDUR MEÐ BÖRN.    Málþingið verður haldið á Háskólatorgi, stofu 105, miðvikudaginn  25. febrúar kl. 13.30 - 15.30 og er öllum opið.

 

Sjá nánar

Átaksvika 1717 gegn einelti

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.

Sjá nánar

Reglugerð um skólaráð við grunnskóla

Menntamálaráðherra hefur nýlega gefið út nýja reglugerð um skólaráð við grunnskóla, nr. 1157/2008. Reglugerðin er sett á grundvelli 3. mgr. 8. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 og er fjallað meðal annars um hlutverk og skipan skólaráðs sem og verkefni ráðsins.

Sjá nánar

112 dagurinn - öryggi barna og ungmenna

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, er haldinn um allt land í dag. Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum og ungmennum og verður lögð áhersla á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á.

Sjá nánar

Heimsókn nema í félagsráðgjöf

Síðastliðinn föstudag heimsóttu um 40 nemar í félagsráðgjöf embætti umboðsmanns barna. Nemarnir eru á öðru og þriðja ári í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og var þessi heimsókn einn liður í námi þeirra en nemarnir kynna sér m.a. stofnanir og embætti á vegum hins opinbera. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, tók á móti nemunum og kynnti embættið og helstu verkefni þess.

Sjá nánar

Dagur leikskólans 6. febrúar 2009

Dagur leikskólans – 6. febrúar er nú haldinn í annað sinn. Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra.

Sjá nánar

Málþing um rafrænt einelti - 10. febrúar

Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15. Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingarform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis.

Sjá nánar