Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa, Reykjavíkurborg, Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Mosfellsbær hafa skrifað undir samstarfssamning um þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Verkefnið er til eins árs og miðar að því að efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í skólum landsins.

Meginmarkmið verkefnisins eru:
     - að efla jafnréttisfræðslu
     - að samþætta kynjasjónarmið í kennslu
     - að auka samvinnu milli sveitarfélaga um jafnréttismál á sviði skólamála
     - að auka samvinnu innan sveitarfélags um jafnréttismál almennt
     - að auka upplýsingaflæði um jafnréttisfræðslu
     - að búa til vettvang þar sem miðlað er af reynslu

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.