Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Námsstefna um útinám og skólastarf

Kennaraháskóla Íslands stendur fyrir námsstefnunni Að læra úti. Útinám og skólastarf í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólann - miðstöð símenntunnar, Hólaskóla - háskólann á Hólum og grunn- og leikskóla í Skagafirði.  Námsstefnan fer fram fimmtudaginn 15. maí 2008, kl. 14.00-18.00
í sal Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
 
Dagskrá námsstefnunnar
 
14.00     Setning - Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands
14.10     Ævintýraferðamennska og útivist
               - Guðrún Þóra Gunnarsdóttir lektor, deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla
15.25     Náttúruvísindi tengd umhverfi framhaldsskólanema
                 - Björg Pétursdóttir sérfræðingur á skrifstofu menntamála, Menntamálaráðuneytið
15.40     Hálendisferðir Smáraskóla í Kópavogi
               - Kristín Einarsdóttir "Fjalla-Stína", umsjónarkona ferðanna
15.00     Kynning af vettvangi: Útivist í FNV
               - Árni Stefánsson íþróttakennari  og Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari
15.10     Hlé - kaffisopi
15.30     Að læra úti - um útinám og rannsókn á hálendisferðum Smáraskóla 
               - Jakob Frímann Þorsteinsson, meistaranemi við KHÍ
15.50     Útinám í leikskólum 
               -  Ingibjörg Stefánsdóttir leikskólastjóri Álfheimum á Selfossi
16.10     Frístundir barna og útivist 
               -  Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstundafræðum við KHÍ
16.30     Útieldun - Upplifun, kynning og smakk
               - Guðmundur Finnbogason heimilisfræðikennari í Laugarnesskóla
17.00     Samræðutorg um útinám
               Skapaður verður vettvangur fyrir samræður í minni hópum þar sem þátttakendur ræða saman um útinám út frá sínum starfsvettvangi. 
17.40     Samantekt - Skúli Skúlason rektor Hólaskóla, háskólans á Hólum

Námsstefnustjóri Guðrún Helgadóttir, prófessor við Hólaskóla, háskólann á Hólum 
 
Á námsstefnunni er kynning á áttavitum og ratleikjabúnaði frá Recta fyrir skóla frá Rakó ehf. Boðið verður upp á skemmtilegan ratleik með veglegum vinningum. Einnig verður kynning á vörum til útieldunar frá Muurikka.
 
Frekari upplýsingar veita Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við KHÍ í síma: 895-5555 og Jakob Frímann Þorsteinsson aðjúnkt við KHÍ í síma 860-2096