Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Skólaþing

Skólaþing Alþingis tók formlega til starfa í síðustu viku, 23. nóvember. Skólaþingið er kennsluver Alþingis fyrir efstu bekki grunnskóla og þar fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis.

Sjá nánar

Fræðslufundur um forvarnir

Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir fræðslufundi á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, kl. 8:15-10 á Grand Hótel. Yfirskriftin er Hvert stefnir? Forvarnir á Íslandi.

Sjá nánar

Heimsókn frá Kína

Nú er að ljúka tveggja daga heimsókn sendinefndar frá UNICEF í Kína og kínverskum stjórnvöldum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér barnaverndarkerfið á Íslandi og þau úrræði sem standa börnum til boða.

Sjá nánar

Vefur um lestrarerfiðleika

Hinn 16. nóvember síðastliðinn, opnaði menntamálaráðherra formlega Lesvefinn. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um læsi og lestrarerfiðleika en hlutverk hans er að miðla þekkingu til foreldra, kennara og nemenda um læsi og lestrarerfiðleika, kennsluaðferðir og nýjungar.

Sjá nánar

Nýr vefur um netnotkun

Nýr hjálparvefur fyrir almenning um örugga netnotkun, var opnaður á blaðamannafundi sem haldinn var í Póst- og fjarskiptastofnun í dag, 22. nóvember.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn er í dag

Miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.

Sjá nánar

Nýtt rit um Barnasáttmálann

Út er komið íslenskt rit um Barnasáttmálann. Það er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem gefur ritið út og er ritstjóri þess Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna. Ritið nefnist Barnasáttmálinn – Rit um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins með vísun í íslenskt lagaumhverfi og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn 18 ára - Málþing

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 18 ára á morgun, þriðjudaginn 20. nóvember. Af því tilefni mun Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, efna til málþings í Norræna húsinu á afmælisdaginn frá kl. 14.00 til 16.30.

Sjá nánar

Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar

Út er komin skýrslan Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar: Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2007 sem Rannsóknir og greining vann fyrir menntamálaráðuneytið.

Sjá nánar

Námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna

Don Meyer heldur námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna á vegum Umhyggju í smastarfi við Systkinasmiðjuna, KHÍ, Barnaspítala Hringsins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Námskeiðið er haldið í Skriðu í KHÍ, föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 9.00-12.30 fyrir fagfólk og kl. 13.00-16.00 fyrir foreldra og aðra aðstandendur. 

Sjá nánar

Málþing um börn og byggingar

Umboðsmaður barna vill vegkja athygli á málþingi á vegum Félags leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa: Hátt til lofts og vítt til veggja? Börn og byggingar.

Sjá nánar