Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hljóðvist í leik- og grunnskólum og vernd barna gegn óheimilu útvarpsefni

Umboðamaður barna, Ingibjörg Rafnar, hefur í dag sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem hún hvetur ráðherra til þess að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum landsins með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Einnig kemur fram í bréfinu að umboðsmaður telur brýnt að taka 14. grein útvarpslaga nr. 53/2000 til endurskoðunar, en hún fjallar um vernd barna gegn óheimilu efni.

Sjá nánar

Heimsókn í Náttúruleikskólann Hvarf

Umboðsmanni barna var boðið í heimsókn í náttúruleikskólann Hvarf í gær, 19. júní. Ólafur Grétar Gunnarsson frá ÓB ráðgjöf tók á móti henni ásamt starfsfólki leikskólans.

Sjá nánar

Hagsmunir barna og foreldra fara ekki alltaf saman

Umboðsmaður barna vill benda á danska skýrslu um börn foreldra sem skilja eða slíta sambúð. Í skýrslunni kemur fram að þegar kemur að ákvörðunum um forsjá og umgengni eru hagsmunir foreldra oft teknir fram yfir hagsmuni barna.

Sjá nánar

Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára.

Sjá nánar

Meðlagsgreiðslur úr landi

Umboðsmaður barna ritaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf í byrjun maímánaðar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort ráðherra hafi sett reglur um fyrirframgreiðslu meðlags þegar foreldrar eða börn eru búsett erlendis.

Sjá nánar

Skýrsla SÞ um ofbeldi gegn börnum - Ályktun um viðbrögð

Á fundi hinna norrænu embætta umboðsmanna barna sem haldinn var á dögunum var samþykkt ályktun um að hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna að því að á allsherjarþinginu 2007 verði skipaður sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ til að fylgja eftir tillögum um viðbrögð við ofbeldi gegn börnum.

Sjá nánar

Reynslusögur barna úr barnavernd - Opinn fyrirlestur

Barnaverndarstofa og Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd bjóða til opins fyrirlesturs með Reidun Follesø mánudaginn 11. júní kl. 11.00 - 12.00 á Barnaverndarstofu. Yfirskrift fyrirlestursins er Reynslusögur barna úr barnavernd. Barnavernd frá sjónarhóli barna

Sjá nánar