English Danish Russian Thai Polish

Umboðsmaður barna

Hvað gerir umboðsmaður barna?

Umboðsmaður barna á að vinna að bættum hag barna og gæta þess að tillit sé tekið til hagsmuna, þarfa og réttinda þeirra á öllum sviðum samfélagsins.

Með börnum er átt við einstaklinga undir 18 ára aldri.

Sjónarmið barna gleymast stundum í heimi hinna fullorðnu. Þegar 18 ára aldrinum er náð fáið þið að kjósa fulltrúa ykkar til þess að sitja í sveitarstjórnum og á Alþingi. Þangað til er umboðsmanni barna ætlað að kynna réttindi ykkar og minna á þau þannig að ekki gleymist að taka tillit til þeirra.

Umboðsmaður fylgist með því að þeir sem vinna að málefnum ykkar sýni ykkur virðingu og beri hag ykkar fyrir brjósti.

Verkefni umboðsmanns barna er því ekki síst að hlusta á raddir barna og koma þeirra sjónarmiðum á framfæri þar sem ákvarðanir, sem snerta börn, eru teknar.

Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga almennt séð. Umboðsmaður barna má ekki skipta sér af málum einstakra barna, t.d. þegar foreldrar eru ósammála um hvað sé best fyrir barn þeirra. Hins vegar leiðbeinir umboðsmaður, eða starfsfólk hans, öllum sem til skrifstofunnar leita um hvert hægt er að snúa sér til að fá aðstoð við að leysa sín mál.

Hafðu samband

  • Ef þú vilt segja hvað þér finnst og að hlustað sé á skoðanir þínar. 
  • Ef þú vilt koma með hugmynd eða tillögu sem gæti orðið til hagsbóta fyrir börn og unglinga.
  • Ef þú ert í vandræðum og veist ekki um neinn sem getur hjálpað þér eða vini þínum. 
  • Ef þú vilt afla þér frekari upplýsinga um réttindi barna og unglinga. 

Sendu þá tölvupóst til umboðsmanns barna eða skilaboð á Facebook.

Þú getur líka hringt, sent bréf eða komið í heimsókn eða fyllt út fyrirspurnarformið hér að neðan.

Þú þarft ekki að spyrja neinn leyfis og það er alveg ókeypis.

Umboðsmaður barna 
Kringlunni 1, 5. hæð
103 Reykjavík 

Sími: 552-8999 
Bréfasími: 552-8966 
Frítt númer: 800-5999

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-15.
Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara og við höfum samband á skrifstofutíma.

Netfang: ub@barn.is. 
Veffang: www.barn.is

Starfsfólk

Það vinna fjórir starfsmenn hjá umboðsmanni barna: Salvör, Guðríður. Stella og Eðvald. Þau reyna að aðstoða alla þá sem leita til skrifstofunnar og eru bundin trúnaði um persónuleg mál fólks sem þau fá vitneskju um í starfi sínu.