English Danish Russian Thai Polish

Þarft þú aðstoð?

Þarft þú aðstoð?

Stundum er lífið erfitt. Þekkir þú eitthvað af þessu af eigin raun?

 • Mér gengur illa að læra.
 • Mamma og pabbi rífast oft.
 • Ég á enga góðan góðan vin.
 • Ég er með verki í líkamanum.
 • Mér líður ekki vel heima hjá mér.
 • Ég hef áhyggjur af fjölskyldu minni.
 • Það hlustar enginn á það sem ég hef að segja.
 • Ég get ekki eða má ekki gera það sem vinir mínir gera.
 • Einhver hefur beitt mig ofbeldi og ég þori ekki að segja frá því.
 • Ég hef gert eitthvað sem ég sé mjög mikið eftir og það truflar mig mikið.
 • Það er eins og ég geri aldrei neitt rétt. Það er alltaf verið að skamma mig.
 • Einhver sem mér þykir vænt um er dáinn, lenti í slysi eða er orðinn mjög veikur.

Stundum líður manni bara illa. Oft veit maður af hverju það er en stundum ekki. Það er mikilvægt að fá skýringar á því sem maður skilur ekki og stuðning til að manni líði betur. Með því að tala um hlutina við einhvern fullorðinn sem maður treystir líður manni oftast betur.

Yfirleitt finnst fólki gott að ræða málin við einhvern sem það þekkir vel eins og t.d. einhvern úr fjölskyldunni. En stundum getur líka verið gott að tala við einhvern utanaðkomandi.

Foreldrar

Eins og þú eflaust veist bera foreldrar þínir ábyrgð á velferð þinni og þeir eru yfirleitt þeir sem best geta hjálpað þér þegar þig vantar aðstoð, ráðgjöf eða svör við spurningum þínum. Yfirleitt finnst krökkum gott að ræða um hlutina við foreldra eða einhvern úr fjölskyldunni sem þau treysta. En stundum getur líka verið gott að tala við einhvern utanaðkomandi sem hefur sérþekkingu á málinu og reynslu af því að sinna börnum og unglingum sem vantar ráðgjöf.

Ráðgjöf á netinu

Ef þig vantar ráðgjöf fagfólks vill umboðsmaður barna mæla með þessum síðum:

www.6h.is.  Smelltu hér ef þú vilt spyrja hjúkrunarfræðing um heilsu og líðan.

www.stjuptengsl.is.  Smelltu hér ef þú vilt spyrja félagsráðgjafa um hvaðeina varðandi stjúpfjölskyldur og samskipti barna og foreldra sem eru að skilja eða hætta saman. Sjá hér punkta fyrir stjúpbörn.

www.astradur.is.  Smelltu hér ef þú vilt leita ráða hjá Ástráði sem er forvarnastarf læknanema um allt sem viðkemur kynheilbrigði.

www.attavitinn.is. (Áttavitinn og Tótalráðgjöf). Smelltu hér ef þú ert orðin 16 ára og vilt spyrja ráðgjafa Tótalráðgjafarinnar um eitthvað.

Aðstoð í boði nálægt þér

Fullordinn Hjalpar

Umboðsmaður barna vill sérstaklega benda á að börn og unglingar eiga alltaf að geta leitað til þessara aðila til að fá upplýsingar, ráðgjöf og aðstoð:

 • Grunnskólanemendur geta leitað til umsjónarkennarans síns. Umsjónarkennarar eiga að aðstoða nemendur við að leysa úr persónulegum málum sem og námslegum. Þeir geta líka vísað nemendum á fagfólk innan skólans, eins og t.d. hjúkrunarfræðinginn eða námsráðgjafann. Nemendur geta að sjálfsögðu líka leitað sjálfir til hjúkrunarfræðingsins, námsráðgjafans. Sumir skólar eru líka með skólafélagsráðgjafa.
 • Starfsfólk félagsmiðstöðvanna er bundið trúnaði og mörgum finnst mjög gott að ræða málið við það. 
 • Framhaldsskólanemar geta leitað til námsráðgjafans í skólanum sínum. Einnig hafa flestir framhaldsskólanemar umsjónarkennara sem þeir geta leitað til. 
 • Margir leita til presta til að ræða persónuleg mál — enda eru prestar bundnir trúnaði. Jafnvel þótt þú þekkir prestinn „þinn” ekki neitt getur þú alltaf leitað í kirkjuna.
 • Krakkar geta leitað til heilsugæslustöðvanna með alls konar spurningar og vandamál sem tengjast heilsu og líðan. Hérna á vef landlæknis er hægt að leita að heilsugæslustöðvum um allt land og fá nánari upplýsingar um þær.  
 • Mörg sveitarfélög bjóða íbúum sínum upp á fjölskylduráðgjöf.  Þangað geta börn leitað til að ræða og fá lausn á vandamálum sínum. Hér er listi yfir öll sveitarfélög landsins. Með því að smella á sveitarfélagið þitt kemst þú inn á heimasíðu þess. Hafðu samband við sveitarfélagið þitt til að fá upplýsingar um fjölskylduþjónustuna.  
 • 1717 er hjálparsími Rauða krossins. Hann er opinn allan sólarhringinn og það kostar ekkert að hringja í hann. Ef þér finnst lífið vera tilgangslaust skaltu ekki hika við að hringja í hjálparsímann.

Vantar svör?

Vantar þig svör? Sendu þá fyrirspurn hér eða kíktu á Spurt og svarað.

Þú getur líka lesið þér til um réttindi og ráðgjöf í ýmsum málaflokkum hér.