English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára Strákur | Skóli

Spurning um símanotkun á miðstigi grunnskóla

Er löglegt að ulingastigið 13-15 meiga vera í símanum en ekki miðstigið 10-12 ára?

Börn njóta friðhelgi eignaréttar og einkalífs samkvæmt stjórnarskránni. Skólar mega ekki skerða þennan rétt nema það sé nauðsynlegt til að vernda einstaklings- eða almannahagsmuni. Skólar mega setja reglur um notkun snjalltækja á skólatíma og jafnvel bannað notkun þeirra ef þeir telja það nemendum fyrir bestu.

Öll börn eiga rétt á menntun við hæfi og mikilvægt er að skólar geri allt í þeirra valdi til að sjá til þess. Þá geta reglur um bann við notkun snjalltækja verið nauðsynlegar til þess að halda uppi vinnufriði í skólastofum. Skólar hafa töluvert svigrúm til að ráða inntaki slíkra reglna. Þeim er þó ekki heimilt að taka þessi tæki af nemendum en nánari upplýsingar um slíkt má finna hér á vefsíðunni.  

Skólareglur mega vera mismunandi fyrir unglingastig og miðstig, enda séu málefnalegar ástæður fyrir því. Hins vegar er mikilvægt að börn fái að taka þátt í setningu skólareglna er varðar snjalltækjanotkun enda er um að ræða persónulega muni þeirra sem eignaréttur stjórnarskrár nær til. Einnig er mikilvægt að börn viti af tilvist slíkra reglna og að þær séu aðgengilegar og skýrar.

 

Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli