English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára Stúlka | Kynlíf og sambönd, Heilsa og líðan

Mega strákar snerta stelpur án leyfis

Meiga strákar snerta stúlkur án leifis og seija að það varnóvart en gera það aftur ?

Þú átt rétt á friðhelgi einkalífs og rétt til að ráða yfir eigin líkama. Enginn hefur rétt á að meiða þig eða snerta þig á óviðeigandi hátt þannig að þér líður illa og án þín leyfis. Best væri að byrja á því að biðja þá um að hætta og láta þá vita að þér þykir þetta óþægilegt.

Ef þeir halda þessari hegðun áfram þá væri gott að leita til einhverra fullorðinna sem þú treystir, t.d. námsráðgjafa, kennara eða foreldra.