English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára Stúlka | Vinir og félagslíf, Kynlíf og sambönd

Má kyssa strák 12 ára

Má kissa strák eða fara í sleik við einhvern strák á aldrinum 12?

Það kemur hvergi fram í lögum einhvers konar aldursmörk við því að kyssa einhvern en aldursbilið getur skipt máli ef þið eruð ekki á svipuðum aldri. Ef báðir aðilar eru yngri en 15 ára þá er mikilvægt að þeir séu báðir tilbúnir og samþykkir því sem á sér stað. Mikilvægt er að hafa í huga að hver og einn ræður yfir líkama sínum sjálfur og að enginn hefur leyfi til að kyssa mann án samþykkis.

Það gæti verið gott að tala við strákinn fyrst og ræða við hann um það hvort hann hafi líka áhuga. Ef hann segir „nei“ þá er mikilvægt að virða það svar enda verðum við að virða mörk annarra á sama hátt og við viljum að aðrir virði okkar mörk. Ef hann hinsvegar segir „já“ þá er mikilvægt að þið farið á ykkar eigin hraða og gerið ekkert sem þið eruð ekki tilbúin í.

 

Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna