English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| ára Strákur | Fjölskylda

Má foreldri banna barni að taka með hluti í umgengni?

Umboðsmaður barna fékk spurningu um hvort foreldri megi banna barni að taka með sér hluti sem það á með sér þegar það fer í umgengni til hins foreldrisins. 

 

Ekkert netfang fylgdi erindinu þannig að spurningunni er svarað hér með almennum hætti. 

Stutta svarið er nei, almennt mega foreldrar ekki banna barni að taka hluti sem það á með sér í umgengni.

Þegar börn fara í umgengni til annars foreldris þá eiga þau rétt á því að taka hluti með sér í umgengni sem þau eiga eins og fatnað, símtæki, töskur o.s.frv. Börn hafa eignarétt yfir eignum sínum líkt og aðrir samkvæmt 72. gr. Stjórnarskrárinnar. Það á við til dæmis um gjafir sem barnið hefur fengið eða hluti sem það keypt sér sjálft.

Það þarf þó auðvitað að vera innan skynsamlegra marka en aðeins í undantekningartilfellum er heimilt að víkja frá þessari meginreglu, t.d. þegar húsnæði hamlar því að barn færi eignir sínar á milli eða þegar eignir barnsins valda öðrum börnum á heimilinu vanlíðan.

Foreldrum er skylt að virða eignarrétt barna sinna og leyfa þeim að fara með þær í umgengni, svo lengi sem ekki er þörf á að grípa til ráðstafana  til að vernda barnið. Foreldrum er heimilt að grípa inn í óæskilega hegðun ef ástæða þykir til og takmarka eignarétt barna sinna með einhverjum hætti en þeir mega ekki banna barni að fara með eignir sínar á milli heimila að ástæðulausu.

Flokkur: Fjölskylda