English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| ára Stúlka | Heilsa og líðan

Blæðingar og slím í brók

Umboðsmaður barna fékk fyrirspurn um slím sem kemur frá leggöngum og að viðkomandi þurfi að skipta oft um nærbuxur á dag vegna þess. Spurt var hvort það sé tenging á milli þess að fá slím frá leggöngunum og fara að byrja á blæðingum.

Hjá umboðsmanni barna vinna ekki heilbrigðisstarfsmenn en samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni heilsuvera.is er slím frá leggöngum (útferð) eðlilegur hluti af kynþroska stúlkna og eðlilegt að útferð hefjist hjá stúlkum um 6 mánuðum áður en blæðingar byrja. Hægt er að fá góðar upplýsingar sem heilbrigðisstarfsmenn hafa sett saman um kynþroska stúlkna hér: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/kynheilbrigdi/kynthroski/kynthroski-stulkna/

Einnig er hægt að finna góð ráð um hreinlæti á kynfærum kvenna hér:  https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/fyrirbyggjandi/smitvarnir/hreinlaeti-kynfaera-kvenna/

Einnig vill umboðsmaður barna benda á að allir geta spjallað við hjúkrunarfræðing um allt sem tengist heilbrigði, kynþroska og öðrum heilsutengdum vangaveltum á netspjalli heilsuveru. Þá ýtir maður á spjallblöðruna sem er neðst niðri hægra megin þegar farið er inn á https://www.heilsuvera.is/ og hjúkrunarfræðingur svarar öllum spurningum.

Með góðri kveðju frá umboðsmanni barna