English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Strákur | Ýmislegt

Aldur til að kaupa kveikjara

Hvað þarf maður að vera gamall til að mega kaupa kveikjara?

Sæll.

Kveikjarar geta verið nokkuð hættulegir í notkun og því hafa verið settar sérreglur um þá sem miða meðal annars að því að vernda neytendur og sérstaklega börn. Í þessum reglum kemur meðal annars fram að það er skylda að hafa barnalæsingu á kveikjurum og ekki má auglýsa kveikjara með útliti sem höfðar sérstaklega til barna. Það er hins vegar ekkert getið um neitt aldurstakmark við kaup á kveikjurum. 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt