English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Strákur | Skóli

Þarf að fara í sturtu í skólanum?

Þarf maður að fara í sturtu í skólanum?

Samkvæmt íslenskum lögum þurfa þau börn sem eru í skóla að læra það sem kemur fram í svokallaðri aðalnámskrá. Þess vegna er skylda að fara í ýmsa tíma eins og til dæmis íþróttir. Umboðsmanni barna finnst að það ætti ekki að skipa börnum í grunnskóla að fara í sturtu eftir íþróttir, börn og ungmenni eiga sjálf að fá að ráða því hvort þau fara í sturtu eftir íþróttir í skólanum eða heima þó svo að það sé auðvitað mikilvægt að þrífa sig reglulega.

Það er hins vegar aðeins flóknara þegar um sund er að ræða því það má ekki fara í sund án þess að hafa farið í sturtu á undan út af heilbrigðissjónarmiðum. Ef þér eða einhverjum öðrum finnst erfitt að fara í sturtu með bekkjarfélögunum fyrir og eftir sund væri gott að ræða það við einhvern í skólanum sem þú treystir, eins og t.d. sundkennara, umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjóra. Þú getur líka beðið foreldri, eða einhvern annan fullorðinn sem þú treystir að tala við skólann og reyna að finna einhverjar lausnir þannig að sundtímar séu ekki óþægilegir og eitthvað sem þarf að kvíða fyrir því við þurfum öll að læra að synda.

Ef þú ert með frekari spurningar um þetta eða eitthvað allt annað mátt þú endilega hafa samband aftur, með því senda skilaboð í gegnum síðuna okkar eða tölvupóst á ub@barn.is. Svo má líka senda okkur skilaboð á facebook eða hringja í gjaldfrjálsa númerið okkar 8005999.

Flokkur: Skóli