English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára Strákur | Kynlíf og sambönd, Heilsa og líðan

Er ég samkynhneigður?

Er ég faggi?

Sæll.

Takk fyrir þessa spurningu, en þessu getur þú í rauninni einn svarað. Við fundum hins vegar svar við svipaðri spurningu á vefsíðu Áttavitans sem gæti hjálpað þér.

Það kemur með reynslunni þegar þú hittir einhverja manneskju sem þú heillast af, sem þú getur hugsað þér að vera með og lifa kynlífi með.  Það liggur ekkert á að finna út hvort þú sért gagnkynhneigð, samkynhneigð eða tvíkynhneigð eða hvað..  Það leiðir bara tíminn í ljós og engin þörf á að setja stimpil á það.  Þó þú hrífist af stelpu eða strák þá þarf það ekki að skilgreina kynhneigðina þína.  Þú ert bara þú.  Það er líka í góðu lagi að hafa ekki áhuga, hvorki á strákum né stelpum, að hafa ekki áhuga á samböndum eða kynlífi.  Það getur komið seinna eða ekki…það er í lagi.

Gefðu þér tíma til að kynnast sjálfri þér, hvað þér þykir aðdáunarvert, hvað þér þykir gott og gaman og stattu svo með þér hvað það varðar.

Þá viljum við benda á að Samtökin ´78 bjóða upp á fría ráðgjöf meðal annars til þeirra sem eru óöruggir eða óvissir vegna kynhneigðar. Hér eru nánari upplýsingar um þá ráðgjöf.

Sumum finnst gott að ræða hlutina við einhvern sem þeir treysta, það gæti verið vinur, vinkona, foreldrar eða einhver annars sem hægt er að treysta. Í skólanum er hægt að leita til t.d. skólahjúkrunarfræðings, námsráðgjafa eða skólasálfræðinga. Þá er starfsfólk félagsmiðstöðva bundið trúnaði og mörgum finnst gott að ræða málið við það. Þá er líka alltaf hægt að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins með því að hringja í 1717 eða nota vefspjallið þeirra.

Gangi þér vel.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna