English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára Stelpa | Ýmislegt

Má kjósa á átjánda ári?

Má ég kjósa á 18 ári eða eftir 18 afmælisdaginn?

Sæl.

Til að geta kosið til Alþingis þarf að vera orðinn 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram. Þetta kemur fram í stjórnarskránni, nánar tiltekið í 33. gr.

 

33. gr.  Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.

Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.

Flokkur: Ýmislegt