English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Stelpa | Heilsa og líðan

Spurt um hæð og þyngd

Er eðlilegt að vera 175cm og vera 78kg en er samt á 7 æfingum í viku og er rosa hraust og allt en er samt svona þung

Sæl.

Við erum öll mismunandi byggð og það er alls ekki hægt að meta hreysti manneskju út frá þyngd hennar. Þú ættir alls ekki að hafa áhyggjur af líkamsþyngd þinni eða líkamsbyggingu því það mikilvægasta er að lifa góðu og heilbrigðu lífi, t.d. með því að hreyfa sig reglulega. Þar ert þú að standa þig vel og ert örugglega mjög flott eins og þú ert. 

Á vefsíðunni heilsuvera.is getur þú lesið meira um líkamsmynd unglinga og um íþróttir og líkamsmynd. Á síðunni er líka hægt að finna ýmsar aðrar upplýsingar um heilsu og heilbrigði. Ef þú hefur áhyggjur sjálf getur þú sent inn spurningu á spjallið á heilsuvera.is en þar færðu samband við hjúkrunarfræðing. Þú getur einnig leitað til námsráðgjafans í skólanum þínum eða skólahjúkrunarfræðingsins. 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna