English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára Strákur | Fjölskylda

Mega foreldrar tala með ógnandi rödd?

Mega foreldrar tala við börnin sín með ógnandi rödd?

Hæ hæ

Foreldrar bera ábyrgð á börnunum sínum til 18 ára aldurs en foreldrar og börn eiga að koma vel fram við hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Foreldrar geta sett reglur á heimilinu sem börnum ber að fara eftir en foreldrar eiga líka að hlusta á börnin sín og taka tillit til skoðana þeirra. Það er mikilvægt að til að samskiptin á heimilinu gangi vel að láta vita ef þér líður illa með eitthvað á heimilinu.Dæmi um það er ef foreldrar þínir tala við þig með ógnandi röddu sem lætur þér líða illa en þá er mikilvægt að láta foreldra þína vita að þér líði ekki vel með það.

Ef þú villt ekki tala einn við foreldra þína þá gæti verið gott að vera búinn að ræða við einhvern annan fullorðinn sem þú  treystir og getur verið með þér að tala við foreldra þína. Það gæti til dæmis verið amma þín eða afi, frænka eða frændi eða einhver annar sem þú treystir og gæti aðstoðað þig. 

Stundum ef samskiptin eru orðin erfið og fólki líður illa á heimilinu og geta ekki leyst málin sjálf getur verið gott að fá hjálp frá einhverjum öðrum. Í mörgum sveitarfélögum er í boði fjölskylduráðgjöf þar sem fjölskyldum er hjálpað með samskipti á heimilinu og hvernig gott er að tala við hvort annað.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Fjölskylda