English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Stelpa | Fjölskylda

Má 14 ára vera ein heima um helgi?

Sæl(l)! Má 14 ára barn að vera ein heima án foreldri/foreldra eina helgi? Það stendur engin lög um það að 14 ára megi ekki vera ein heima án foreldri?? Ég vill ekki fara í pössun, vill frekar vera ein heima en þau leyfa mér það ekki.

Sæl. 

Takk fyrir póstinn. Það er alveg rétt hjá þér að það ekkert í lögum sem segir til um það hve maður þarf að vera gamall eða gömul til að vera ein/n heima og í rauninni ekkert sem bannar það að eldri börn séu ein heima í einhvern tíma.

Áður en foreldrar taka ákvörðun um þetta er hins vegar gott að hafa í huga að börn eru misjöfn sem og aðstæður þeirra og það sem kann að henta einu barni hentar öðru barni alls ekki. Það ber því fyrst og fremst að taka mið af aldri og þroska barna sem og hafa m.a. eftirfarandi þætti í huga:

  • Hvað vill barnið sjálft?
  • Hversu lengi á að skilja það eftir eitt?
  • Hefur barnið sýnt ábyrga hegðun hingað til?
  • Er einhver fullorðinn nálægt, t.d. ættingi, nágranni, sem auðvelt er að leita til ef eitthvað kemur upp á?
  • Er barnið líklegt til að bregðast rétt við ef eitthvað kemur upp á? 

Það eru þó alltaf foreldrar sem bera ábyrgð á velferð barna sinna og eiga að taka svona ákvarðanir fyrir börn sín í samræmi við hagsmuni barnanna. Séu til dæmis mjög ung börn skilin eftir heima getur verið ástæða til þess að tilkynna barnavernd um málið.

Hér á vefsíðunni okkar getur þú lesið nánar um málið.

Hér er svar við svipaðri spurningu.

 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Fjölskylda