English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Strákur | Skóli, Ýmislegt

Skattar 16 ára

Þarf að byrja að borga skatta á 16. ári eða þegar maður verður 16 ára?

Sæll.

Takk fyrir erindið. Skattskylda miðar við árið sem þú verður 16 ára, óháð því hvenær þú átt afmæli. En á sama tíma færðu líka persónuafslátt, sem dregst frá skattinum.

Persónuafsláttur getur safnast upp yfir árið ef maður vinnur ekki nema t.d. bara á sumrin. Núna er persónuafslátturinn 53.895 kr. á mánuði eða 646.739 kr. fyrir allt árið. Börn sem vinna bara á sumrin þurfa því yfirleitt ekki að greiða skatt nema þau séu með mjög há laun.

Ef þú vilt vita meira um skattskyldu þá er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðu Ríkisskattstjóra.

Ef þú ert hins vegar með fleiri spurningar skaltu endilega hafa samband aftur. Þú getur svarað þessum pósti eða hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjálst). Það er einnig hægt að fræðast meira um vinnu barna og unglinga á vefsíðunni okkar.

 

Með kærri kveðju frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli Ýmislegt