English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára stelpa | Kynlíf og sambönd

Kostar að fara í fóstureyðingu?

Kostar að fara í fóstureyðingu?

Hæ hæ,

Takk fyrir fyrirspurnina. Það kostar ekkert að fara í fóstureyðingu. Með því að ýta á hlekkinn hér fyrir neðan getur þú fengið nánari upplýsingar um fóstureyðingu: https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/oletta-og-barneignir/fostureyding-thungunarrof/

Hér ber þó að hafa í huga að þegar um er að ræða stúlkur undir 16 ára aldri verður að hafa foreldra með í ráðum í umsókn um fóstureyðingu nema aðstæður mæli sérstaklega gegn því. Það kemur fram í lögum um fóstureyðingar en dæmi um sérstakar ástæður er þegar ástæða er til að halda að það geti verið mjög skaðlegt fyrir stelpuna að foreldrar hennar fái að vita að hún sé ólétt.

Það væri gagnlegt að hafa samband við félagsráðgjafa kvennadeilar Landspítalans og bóka viðtalstíma í síma 543-3600 en í slíku viðtali er hægt að fá upplýsingar og fræðslu um ferlið og önnur góð ráð. 

Vonandi svarar þetta þér einhverju en endilega hafðu samband við okkur í síma 800-5999 (gjaldfrjálst) ef þú vilt fá frekari upplýsingar eða ert með fleiri spurningar.  Þú getur líka sent okkur tölvupóst á ub@barn.is ef þú ert með fleiri spurningar eða í gegnum heimasíðuna okkar nafnlaust.

Gangi þér vel,
Kær kveðja frá umboðsmanni barna