English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| ára | Fjölskylda

Eldri bróðir beitir ofbeldi

Umboðsmanni barna barst eftirfarandi spurning:

"Hvernig get ég látið eldri bróðir minn hætta að beita mig ofbeldi?" 

 

Ekkert netfang birtist með þessari fyrirspurn þannig að svarið við henni birtist hér. 

Hæ. 

Það er frekar erfitt að svara því hvernig þú getur látið bróðir þinn hætta að beita þig ofbeldi. Við mælum þó með því að þú ræðir um þetta við foreldra þína og segir þeim frá því ofbeldi sem bróðir þinn er að beita þig. 

Það er alltaf mikilvægt að láta vita ef maður sjálfur eða einhver sem maður þekkir hefur orðið fyrir ofbeldi eða beitt ofbeldi. Ef þú treystir þér ekki til að ræða um þetta við foreldra þína þá getur líka verið gott að ræða við einhvern annan fullorðinn sem maður treystir. Það gæti til dæmis verið kennari, námsráðgjafi eða skólahjúkrunarfræðingur. Þá er líka hægt að hafa samband við barnavernd, til dæmis með því að hringja í neyðarlínuna, 1-1-2. Hér í kaflanum um barnavernd má lesa meira um hlutverk barnaverndar. 

Hér á heimasíðunni okkar er að lesa nánar um ofbeldi.

Flokkur: Fjölskylda