English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára Stelpa | Heilsa og líðan

Rauðar bólur á geirvörtum

Hæ.

Ég er með litlar rauðar bólur á gervörtunum og veit ekkert hvað þetta er ? Gæti þetta verið ofnæmi eða eitthvað ?

Hæ.

Takk fyrir erindið þitt. Á vefsíðunni doktor.is kemur fram þetta varðandi bólur á brjóstum.

„Ef bólurnar á brjóstunum eru á vörtubaugnum, þá eru það fitukirtlar sem hafa það hlutverk að mýkja og smyrja geirvörtuna, sem kemur að góðum notum við brjóstagjöf. Ef þeir eru kreistir þá örvast þeir óeðlilega og geta stækkað. Það er því best að sleppa því að kreista þá, en ef eitthvað kemur út úr þeim sjálfkrafa þá má fjarlægja það. Ef bólurnar eru annarsstaðar á brjóstunum þá vil ég benda þér á þetta svar sem áður hefur birst á doktor.is“

Ef þú hefur áhyggjur af þessum bólum þá mælum við með að þú ræðir um þær áhyggjur við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Það gæti til dæmis verið mamma þín, frænka eða aðrir sem þú treystir vel. Þá getur þú ráðfært þig við skólahjúkrunarfræðing eða haft samband við hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni á því svæði sem þú býrð í.

Þá bendum við í lokin á vefsíðuna www.attavitinn.is þar sem ungmenni geta sent inn spurningar um hvað sem er.  

Gangi þér vel.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna.