English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára ára Stelpa | Fjölskylda, Ýmislegt

Vill hætta í píanókennslu

þegar ég var lítil (2 bekk) spurði mamma mig hvort ég vildi spila á píanó og ég sagði já og í svona 4 bekk vildi ég hætta en mamma og pabbi leifðu mér það ekki og ég ef ekki mátt hætti fyr en ég er búin með 3 stig svo ég get feingið einhver stig fyrir menntaskóla sem skiftir valla máli semsagt spurningin mín er meiga þau þrýsta mig í eihvað sem ég vil ekki vera í eða gera ?

Hæ.

Börn eiga sjálf að ráða miklu um það hvaða þau gera í frítíma sínum og eiga rétt á að hafa áhrif á hvað þau stunda. Eftir því sem börn verða eldri eiga þau því að ráða miklu um það hvort þau séu í íþróttum, tónlistarnámi eða öðru frístundarstarfi. Það er samt hlutverk foreldra að sjá til þess að börnum líði vel og foreldrar eiga að hjálpa börnum að finna frístundastarf sem hentar þeim. Foreldrar geta líka bannað börnum að gera eitthvað í frístundum sínum sem er ekki talið gott fyrir barnið.

Tónlist getur verið mikilvægur þáttur í þroskaferli barna og ef til vill er foreldrum þínum umhugað um það og að þú komir til með að njóta þess í framtíðinni. Það er einnig talið hafa góð áhrif á líðan og heilsu barna að taka þátt í íþróttum eða öðru skipulögðu frístundastarfi. Það er því mikilvægt að foreldrar og börn ræði saman og reyni að finna eitthvað frístundarstarf sem börnin hafa áhuga á. Ef til vill væri hægt að haga tónlistarkennslunni á þann hátt þannig að það henti betur þínum áhuga.

Ef börn eru í frístundastarfi sem þau hafa ekki lengur gaman af er best að þau ræði það við foreldra sína og reyni að finna eitthvað annað sem hentar betur. Þegar börn hafa valið sér íþrótt, tónlistarnám eða annað frístundastarf er það líka hlutverk foreldra að styðja börnin sína og hvetja þau til þess að vera dugleg að mæta á æfingar.

Vonandi svarar þetta einhverju.

 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna