English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára ára Stelpa | Fjölskylda, Ýmislegt

Leyfi foreldra til að klippa eða lita hár

Þarf að hafa leyfi foreldra til að lita hárið eða klippa það ?

Miklvægt er að foreldrar hlusti á börn, hvað þeim finnst og hvað þau vilja.  Um leið og börn hafa getu til að tjá skoðanir sínar ber foreldrum að hlusta á þær og taka réttmætt tillit til þeirra. Því eldri sem börn verða því meiri áhrif eiga þau að hafa á ákvörðun sem tekin er sem um þau varða. Almennt má ganga út frá því að unglingar ráði miklu um daglegt líf og geti tekið flestar minniháttar ákvarðanir sjálfir t.d. varðandi útlit, vini og frístundastarf. Það má samt ekki gleyma að foreldrar gegna mikilvægu leiðbeiningar- og verndarhlutverki þar sem þeir bera enn ábyrgð á velferð barna sinna til 18 ára aldurs. Foreldrarnir hafa rétt og skyldu til þess að grípa inn í ef unglingur tekur ákvarðanir sem stefna heilsu og velferð hans í hættu. Þegar unglingar verða 16 ára ráða þeir til dæmis ákvörðunum varðandi læknismeðferðir og trúfélög.

Í stuttu svari, þegar þú ert 13 ára hafa foreldrar mikið um það að segja hvort að þú klippir og litar á þér hárið en langbest væri að komast að samkomulagi ykkar á milli.

Gangi þér vel!

Kær kveðja frá umboðsmanni barna