English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára ára Strákur | Skóli, Heilsa og líðan

Sturta í skólasundi

það var fössari. og við vorum í skólasundi og við vorum í sturtu og allar sturtur voru teknar og maður kom inn og hann spurði mig hvort hann mátti vera með mér í sturtu má það???

Hæhæ.

Stutta svarið er nei það er ekki í lagi. Þú átt aldrei að þurfa að deila sturtu með einhverjum sem þú þekkir ekki eða vilt ekki deila sturtu með. Venjulega þegar allar sturtur eru uppteknar eiga menn að bíða eftir því að sturta losni. Þess vegna er ekki í lagi að fullorðinn ókunnugur maður setji þig í þessa stöðu. Í sturtuklefum eru venjulega sturtuverðir sem þú gætir talað við þegar svona kemur upp eða rætt þetta við sundkennarann þinn.

Ef þú hefur frekari spurningar þá er þér velkomið að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hafa samband í síma 800-5999 (gjaldfrjálst númer fyrir börn).