English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára Stelpa | Fjölskylda, Kynlíf og sambönd

Má ég gista með kærastanum mínum?

Má ég gista með kærastanum mínum ? Við erum ekki að fara stunda kynlíf bara gista og hafa kozy? Mömmu og pabba finnst það skrýtið :(

Hæhæ

Þar sem þú ert orðin 13 ára átt þú rétt á því að ráða miklu um það hverja þú umgengst og hvenær. Foreldrar þínir fara þó með forsjá yfir þér þar til þú verður 18 ára, eins og kemur fram í 28. gr. barnalaga. Það þýðir að foreldrar þínir bera ábyrgð á þér og geta sett þér ákveðnar reglur, svo sem um það hvort og þá hvenær þú mátt gista með kærasta þínum.

Þó að það sé skiljanlegt að þið viljið hafa það kósý saman, er oft betra að bíða með að gista þar til maður verður aðeins eldri. Það gæti verið góð hugmynd  að ræða við foreldra þína og segja þeim hvernig þér líður. Eflaust eru foreldrar þínir að hugsa um hagsmuni þína og hafa góða ástæðu fyrir því að banna þér að gista með kærasta þínum. Vonandi getið þið hlustað á sjónarmið hvors annars og komist að samkomulagi sem þið eruð öll sátt við.