English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára Vil ekki segja | Kynlíf og sambönd, Heilsa og líðan

Er ólöglegt fyrir 21 árs að vera með 16 ára?

Spurning barst til umboðsmanns barna varðandi hvort ólöglegt væri að 21 árs strákur væri með 16 ára stelpu. 

Ekkert netfang fylgdi með og því birtist svarið hér

Komdu sæl/sæll

Samkvæmt  almennum hegningarlögum  (202. grein) er einungis refsivert að stunda kynlíf með einstaklingi sem er undir 15 ára aldri. Það er þó líka refsivert að tæla ungmenni undir 18 ára með blekkingum, gjöfum eða með öðrum hætti. Það er því ekki ólöglegt að 16 ára vinkona þín og 21 árs gamall strákur séu saman nema verið sé að tæla vinkonu þína á einhvern hátt til þess að stunda kynlíf.

Hér á vef umboðsmanns barna getur þú lesið meira um kynlíf og sambönd.

Ef þú hefur ert með frekari spurningar þá er þér velkomið að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hafa samband í síma 800-5999 (gjaldfrjálst)

Kær kveðja frá umboðsmanni barna