English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Stelpa | Ýmislegt

Borga ég skatta þegar ég verð 16 ára?

Ég er 14 ára að verða 15 í lok október sem þýðir að ég verð 16 ára næsta haust. Spurningin mín er hvort ég þurfi að borga fulla skatta með laununum sem ég fæ yfir sumarið 2018 (ennþá 15 ára) eða byrja ég að borga skatta eftir að ég verð 16?

Hæ, hæ

Takk fyrir að leita til umboðsmanns barna. Þú spyrð hvort þú munir þurfa borga fulla skatta af laununum sem þú færð sumarið 2018, þó þú verðir ekki 16 ára fyrr en í október.

Já, skattskylda miðar við árið sem þú verður 16 ára en á sama tíma færðu líka persónuafslátt (sem dregst frá skattinum).

Persónuafsláttur getur safnast upp yfir árið ef maður vinnur ekki nema t.d. bara á sumrin. Núna er persónuafsláttur t.d. 52.907 kr. á mánuði eða 634.880 kr. fyrir allt árið. Börn sem vinna bara á sumrin þurfa því yfirleitt ekki að greiða skatt nema þau séu með mjög há laun.

Ef þú ert með fleiri spurningar skaltu endilega hafa samband aftur. Þú getur svarað þessum pósti eða hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjálst).

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt