English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára Strákur | Fjölskylda, Ýmislegt

Má leggja laun inn á reikning foreldra?

Er að vinna smá, má leggja launin mín inn á reikning hjá mömmu eða pabba eða verður að leggja þau inn á mig ?

Hæhæ,

Stutta svarið við þessari spurningu er nei í raun má ekki leggja laun barns inn á reikning hjá mömmu eða pabba.

Þó að börn séu ófjárráða til 18 ára aldurs þá ráða þau sjálf yfir launum og pening sem þau fá gefins. Í lögunum stendur líka að foreldrar eiga að halda fjármálum barna sinna aðskildum sínum fjármálum. Því mælir umboðsmaður barna með að laun barns séu lögð inn á reikning sem tilheyrir barninu.

Þú getur lesið meira um fjármál hér á vef umboðsmanns barna.

Ef þú hefur ert með frekari spurningar þá er þér velkomið að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hafa samband í síma 800-5999 (gjaldfrjálst)

 

Gangi þér vel!

Kær kveðja frá umboðsmanni barna