English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Stelpa | Heilsa og líðan

Fjólublár litur á geirvörtum

hæhæ ég er 14 ára stelpa og ég er með eiginlega fjólubláar geirvörtur og ég veit ekki hvort þetta sé því ég er á kynþroska eða hvort þetta verði svona alla ævi. ég hef aldrei heyrt neinn tala um þetta.

Hæ.

Liturinn á geirvörtunum getur verið mjög mismunandi þannig að ef til vill er þetta bara eðlilegur litur hjá þér. En ef þú hefur miklar áhyggjur af þessu þig að leita ráða hjá skólahjúkrunarfræðingnum í skólanum þínum eða á næstu heilsugæslustöð. Þá væri líka gott fyrir þig að ræða um þetta við mömmu þína því foreldrar vilja vita ef börnunum sínum líður illa með eitthvað og gera sitt besta til að aðstoða.  

Kær kveðja frá umboðsmanni barna