English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára Stelpa | Vinir og félagslíf, Kynlíf og sambönd

Langar að eignast kærasta

Mér lanngar rosalega til að eignast kærasta. Ég er skotin í einum strák í bekknum mínum en ég veit ekki hvort honum líkar við mig og eg þori ekki að spurja hann

Hæ hæ.

Það er ósköp eðlilegt að vera skotin í einhverjum. Þú gætir reynt að nýta þau tækifæri sem þér gefst til að kynnast stráknum og sjá hvort þið getið orðið vinir. En þú mátt samt ekki gleyma því að þú ert bara 12 ára og það er því nægur tími til að hafa áhyggjur af samböndum og öllu sem því fylgir síðar meir. Það skiptir mestu máli að njóta þess að vera barn eins lengi og maður getur.

Þú mátt líka hafa í huga að mamma þín var líka einu sinni 12 ára stúlka og upplifði svipaða hluti og þú ert að upplifa núna. Þú ættir því líka ef til vill að ræða um þetta við mömmu þína eða einhvern annan fullorðinn sem þú treystir.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna